Ljósmyndasafni Skagastrandar er ætlað að geyma myndir og varðveita, eða fá afrit af myndum, frá Skagaströnd og ekki síður af Skagstrendingum, nánasta nágrenni og nágrönnum. Myndum af atburðum, húsum, bátum, atvinnulífi og menningu. Ljósmyndasafnið mun skrá myndirnar og þær heimildir sem til eru og hvetjum alla sem hafa upplýsingar um myndir á vefnum að hafa samband með því að ýta á “senda inn upplýsingar um mynd” hnappnum á vefnum, tölvupósti eða hringja á skrifstofu sveitarfélagsins
Ljósmyndasafninu er einnig ætlað að miðla myndum til þeirra sem á þurfa að halda.
Ljósmyndasafnið óskar eftir að fá afrit af gömlum og nýjum myndum frá Skagaströnd og af Skagstrendingum. Mikilvægt er að upplýsingar fylgi um myndefnið en það er ekki skilyrði.