frontimage.jpg
Forsíða Ljósmyndir Nýjar myndir Um safnið Efst á baugi Hafa samband
og/eða og/eða

Nr: 12553 Myndhöfundur: Árni Geir Ingvarsson - safn 2
Smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu.
Bjarnaborg gert til góða
Á myndinni eru Árni Guðbjartsson (d.20.2.2018) til vinstri og Árni Halldór Eðvarðsson til hægri að undibúa að klæða utan húsið Bjarnaborg sem stendur við Strandgötu. Árni var eigandi hússins en Árni Halldór er starfsmaður Trésmiðju Helga Gunnarssonar. Húsið sjálft á sér langa sögu. Byggt sem lagerhúsnæði fyrir verslunina Borg og þjónaði henni þar til hún hætti kringum 1970. Eftir það komst húsið í eigu Bjarna Helagsonar (d.30.12.1983) útgerðarmanns á Stíganda hu 9 og síðan Slysavarnadeildarinnar á Skagaströnd sem geymsla og höfuðstöðvar félagsins. Vík ehf eignaðist svo húsið en það félag var í eigu bræðranna Árna Guðbjartssonar og Sigurjóns Guðbjartssonar. Þegar félaginu var svo skipt upp eignaðist Árni húsið einn.
Senda upplýsingar um myndina Skráning