frontimage.jpg
Forsíða Ljósmyndir Nýjar myndir Um safnið Efst á baugi Hafa samband
og/eða og/eða

Nr: 3828 Myndhöfundur: Guðmundur Guðnason
Smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu.
Hús
Þessi götumynd er orðin mikið breytt vegna bygginga sem risið hafa eftir að myndin var sennilega  tekin um miðjan sjöunda áratuginn. Lengst til vinstri er Bræðraborg (Sólarvegur 16) þá kemur Sólarvegur 14 og til hægri er Sunnuhvoll ( Sunnuvegur 1). Lengi bjuggu í Bræðraborg systkini frá Kambakoti þau Stefán (d. 2.1.1988), Jón (d. 3.8.1991), Margrét og Þórunn Stefánsbörn. Þórunn bjó á neðri hæðinni með manni sínum Kristni Guðmundssyni (1.12.1986) og fjórum börnum þeirra. Á Sólarvegi 14 bjuggu Viggó Brynjólfsson og Ardís Ólöf Arelíusdóttir ásamt sínum sjö börnum en seinna fluttu í húsið Ólafur Guðmundsson og Guðmunda Sigurbrandsdóttir með  fjögur börn. Sunnuhvol byggðu hjónin Kristófer Árnason (d. 10.5.2000) og Jóninna Pálsdóttir og bjuggu þar með dóttur sinni. Seinna bjuggu þar Magnús B. Jónsson og Guðbjörg Viggósdóttir með þremur sonum sínum.
Senda upplýsingar um myndina Skráning