frontimage.jpg
Forsíða Ljósmyndir Nýjar myndir Um safnið Efst á baugi Hafa samband
og/eða og/eða

Nr: 4456 Myndhöfundur: Ólafur Bernódusson
Smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu.
Björgun
28. október 1989 sökk trillan Frami Hu 25 á miðunum nálægt Hofsgrunni. Eigandinn, Þorvaldur Skaftason, var einn um borð og komst hann í gúmmíbjörgunarbát og  sendi upp neyðarblys, sem sást frá landi. Björgunarsveitin Strönd brást fljótt við og fór á Þórdísi og bjargaði Þorvaldi. Á þessari mynd er björguninni lokið og félagarnir í björgunarsveitinni eru að draga gúmmíbjörgunarbátinn upp á bryggju. Guðmundur Jón Björnsson snýr baki í myndavélina, Magnús Sigurðsson er honum til hjálpar og Ástmar Kári Ástmarsson er um borð í Þórdísi.
Senda upplýsingar um myndina Skráning