frontimage.jpg
Forsíða Ljósmyndir Nýjar myndir Um safnið Efst á baugi Hafa samband
og/eða og/eða

Nr: 6881 Myndhöfundur: Baldur Eđvarđsson - safn
Smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu.
Útbćrinn
Ţessi mynd var tekin yfir útbćinn á Skagaströnd.  Myndin var sennilega tekin 1966 eđa 1967 en á henni eru allmörg hús, sem ekki standa lengur. Nćst okkur í hćgra horni myndarinnar sér ofan á Höfđaberg og Höfđakot, sem bćđi eru horfin. Ţar sem vörubíllinn stendur var bílastćđi fyrir Gunnar Helgason (d. 19.10.2007) vörubílstjóra en hann bjó í Stórholti, sem ber yfir Höfđakot, á ţessum tíma. Ţórsmörk er annađ hús, hinum megin viđ vörubílinn,  en ţađ hús er horfiđ ásamt fjáhúsunum sem standa andspćnis ţví. Nćstu tvö hús, Héđinshöfđi og Garđur eru líka horfin fyrir löngu. Hćgra megin viđ Gamla kaupfélagiđ stendur Kaupfélagshúsiđ, sem er enn eitt af húsunum, sem hefur veriđ rifiđ. Litli skúrinn sem ber í síldarverksmiđju-skorsteininn var afgreiđsluhús fyrir bensín og ólíur frá Esso olíufélaginu og ef grannt er skođađ má sjá dćlurnar viđ hliđ skúrsins. Hinn litli skúrinn, sem er vinstra megin viđ Esso skúrinn, var hafnarvigtin  áđur en hún var flutt á núverandi stađ viđ höfnina. Lengra til vinstri upp af stóru skemmunni eru tveir braggar, sem nú eru horfnir. Í bröggunum voru íbúđir  en undir ţađ síđasta stóđu ţeir tómir. Viđ enda Skúffugarđsins er ker sem veriđ er ađ ganga frá eftir ađ ţađ var smíđađ í slippnum viđ Bjarmanes. Stóri báturinn viđ bryggjuna er sennilega Helga Björg HU 7  og enn standa löndunarkraninn og fćribandiđ sem lá frá honum og upp í verksmiđju.
Senda upplýsingar um myndina Skráning